Tweet
English
BÆNDUR

Galdurinn í hráefninu

Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu
við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni.
Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjöl-
breytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins
meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr,
nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.

 

Þegar þú borðar á Grillmarkaðnum geturðu því gengið að því vísu að
hráefnið sé úrvalsgott og auk þess ú tbúið af natni og umhyggju,
bæði fyrir náttúrunni, bragðlaukunum og hefðinni.