Hópmatseðlar

Hrefna og kokkarnir okkar hafa sett saman þessa matseðla fyrir hópa sem koma til okkar á Grillmarkaðinn. Við mælum sérstaklega með smakkseðlinum enda inniheldur hann brot af því besta sem við bjóðum upp á.

Vinsamlegast athugið að fyrir hópa 40 manna og fleiri er eingöngu smakkseðillinn í boði.

Sveitaferð

Sveitaferðin sem kokkarnir okkar hafa sett saman inniheldur þrjá af okkar vinsælustu forréttum sem koma fyrir allt borðið til að deila. Í aðalrétt er borin fram grilluð nautalund fyrir hvern og einn með grillmarkaðs frönskum, léttsteiktu grænmeti og soðgljáa og þar á eftir eru bornir fram okkar vinsælustu eftirréttir til að deila.

Kvöld: 11.400 kr

Smakkseðill

Okkar sívinsæli smakkseðill er það sem við á Grillmarkaðnum mælum með. Hópurinn deilir með sér úrvali af ólíkum réttum af matseðli þar sem sköpunargleðin er í hávegum höfð. Þessi seðill hentar einkar vel fyrir hópa, jafnt stóra sem smáa.

Ef þig vantar nánari upplýsingar um innihald smakkseðilsins er best að hafa samband fyrir komu, því smakkseðillinn breytist eftir árstíðum.

Kvöld: 11.400 kr