Grillmarkaðurinn

Grillmarkaðurinn er Íslenskur veitingastaður í hönnun, stíl og matreiðslu. við vinnum náið með bændum landsins til að fá sem allra besta hráefnið til að elda úr. Grillmarkaðurin opnaði sumarið 2011 þar sem hann sló rækilega í gegn frá fyrsta degi

Sagan

Húsið, sem stendur á horni Lækjargötu og Austurstrætis, var upphaflega byggt sem kvikmyndahús árið 1920 og hét þá Nýja bíó. Kvikmyndir voru sýndar í húsnæðinu allt til ársins 1987 þegar húsinu var breytt í skemmtistað sem brann árið 1998 og í framhaldi af því var húsið rifið. Lokið var við að reisa nýtt hús á reitnum um mitt árið 2011.
Eigendur Grillmarkaðarins sá um hönnun staðarins og líkt og í matargerðinni er notast við íslenskt hráefni, beint frá bónda, til dæmis fiskiroð, leður, hraun og bergtegundir úr íslenskri náttúru. Útkoman er eftirminnilegur staður þar sem er bæði skemmtilegt og notalegt að borða góðan mat og njóta stundarinnar. Eins eru hliðarherbergi fyrir hópa á staðnum en mikil eftirspurn er eftir veitingastöðum sem tekið geta á móti stórum hópum sem vilja njóta góðrar veitingastaðarstemningar.

Staðsetning

Lækjargata 2a
101 Reykjavík
Ísland
+354 571-7777
info@grillmarkadurinn.is