Tweet
English

Velkomin á Grillmarkaðinn

Hér á Grillmarkaðnum höfum við  lagt mikla vinnu í samstarf okkar við bændur landsins. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.

Upplifun á sér stað í íslensku umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín. Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni.

Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr, nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.

Kokkarnir á Grillmarkaðnum

Hrefna Rósa Sætran og Guðlaugur P. Frímannsson stýra eldhúsi Grillmarkaðarins. Þau sameina áherslu á skapandi matar-gerðarlist, ferskt íslenskt hráefni.

Hrefna Rósa Sætran
Hrefna Rósa Sætran er þekkt fyrir að nota hráefni beint frá bændum. Matargerð hennar er stundum lýst sem hefðbundinni íslenskri matargerð með óvæntu og nútímalegu ívafi.

Guðlaugur P. Frímannson
Lærði í Sjávarkjallaranum og var valinn matreiðslunemi ársins af Matís 2007. Guðlaugur vann á Fiskmarkaðnum og síðan á Texture í London og Kiin Kiin í Köben. Báðir þessir staðir skarta Michelin stjörnu.