Mögnuð blanda af hefð og nútíma matreiðslu

Make a reservation Panta borð

Velkomin á Grillmarkaðinn

Hér á Grillmarkaðnum höfum við  lagt mikla vinnu í samstarf okkar við bændur landsins. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.

Upplifun á sér stað í íslensku umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín. Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni.

Panta borð
logo-big
menu

matseðillinn

Við mælum með smakkseðlinum sem kokkarnir okkar hafa sett saman úr því besta sem Grillmarkaðurinn hefur upp á að bjóða. Í stað þess að afgreiða diskana hvern fyrir sig þá útfærum við réttina fyrir allt borðið að deila, og koma þeir hver á fætur öðrum í gegnum máltíðina, einnig er hægt að fá grænmetis smakkseðil.

hráefnið

Við höfum lagt mikla vinnu í samstarf okkar við bændur landsins og endurspeglast það í matseðlinum. Flest aðalhráefnið er keypt beint frá bónda. Þeir segja okkur hvaða afurðir eru bestar, við meðhöndlum og eldum þær á okkar hátt og þið fáið að njóta samstarfsins. Við framreiðsluna leitumst við eftir að ná fram enn ríkari tilfinningu fyrir uppsprettu hráefnisins og notum til þess eld, reyk, við og kol. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.

produce
cooks
about

ástríðan í eldhúsinu

Við lögðum upp með það að gera íslenskan stað. Íslenskur í hönnun og íslenskur í mat. Hráefnið sem við notuðum til að gera staðinn að innan er íslenskt. Hlýraroð sem er búið að gera að leðri, stuðlaberg, trönur og mosi, al íslenskt. Með matinn þá var pælingin að hafa allt grunnhráefnið íslenskt en ef okkur langar að nota eitthvað meðlæti sem er ekki íslenskt en okkur finnst rosa gott þá sleppur það í gegn hjá okkur. En í grunninn þá er allt aðal hráefnið íslenskt.