Tweet
English

Velkomin á Grillmarkaðinn

Hér á Grillmarkaðnum höfum við  lagt mikla vinnu í samstarf okkar við bændur landsins. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.

Upplifun á sér stað í íslensku umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín. Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni.

Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr, nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.

home_content_left_img1 home_content_left_img2

Kokkarnir á Grillmarkaðnum

Landsliðskokkarnir Hrefna Rósa Sætran og Guðlaugur P. Frímannsson stýra eldhúsi Grillmarkaðarins. Þau sameina áherslu á skapandi matar-gerðarlist, ferskt íslenskt hráefni.

Hrefna Rósa Sætran
Hrefna Rósa Sætran, er félagi í kokkalandsliði Íslands, þekkt fyrir að nota hráefni beint frá bændum. Matargerð hennar er stundum lýst sem hefðbundinni íslenskri matargerð með óvæntu og nútímalegu ívafi.

Guðlaugur P. Frímannson
lærði í Sjávarkjallaranum og var valinn matreiðslunemi ársins af Matís 2007. Guðlaugur vann á Fiskmarkaðnum og síðan á Texture í London og Kiin Kiin í Köben. Báðir þessir staðir skarta Michelin stjörnu.