Hráefni

Galdurinn í

hráefninu

Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni. Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr, nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.

Þegar þú borðar á Grillmarkaðnum geturðu því gengið að því vísu að hráefnið sé úrvalsgott og auk þess ú tbúið af natni og umhyggju, bæði fyrir náttúrunni, bragðlaukunum og hefðinni.

lömb alin á Hvönn,
Féð flutt út í eyjar

Viðtal við Höllu Sigríði Steinólfsdóttir og bænum Ytri-Fagradal

Halla Sigríður Steinólfsdóttir ræktar lömb á bænum Ytri-Fagradal ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Gíslasyni. Lömbin eru alin á hvönn yfir sumarmánuðina og skilar það sér í bragði kjötsins. Halla tekur virkan þátt í félagslífinu í sveitinni og situr meðal annars í sveitastjórn.

Hvers vegna alið þið lömbin á hvönn?
Við byrjuðum á þessu sumarið 2007 eftir að hafa rekist á rannsókn sem sýndi skilmerkilega fram á að fæða dýranna hefði mikil áhrif á bragð kjötsins. Það er talið nóg að ala lömb á hvönn í fjórar vikur til að ná fram bragðinu og það finnst greinilega á lambakjötinu okkar. Við flytjum féð út í eyjar um miðjan júlí þar sem þau dvelja í mánuð og lifa á hvönn, svo er þeim slátrað um haustið.

Hvað gerist þegar dýrunum hefur verið slátrað?
Við leyfum skrokkunum að hanga lengur en venja er. Við höfum aðstöðu á Hvammstanga þar sem við verkum allt kjötið í samstarfi við kjötiðnaðarmann. Ég tek kjötið svo heim og pakka því.

Ertu uppalin hér á bænum?
Já, ég hef búið hér frá fæðingu en fluttist burt þegar ég var sextán og það liðu sjö ár þar til ég kom aftur. Hér er yndislegt að vera enda umhverfið fallegt. Auk sauðfjárins höldum við nokkrar hænur fyrir okkur sjálf og eigum þrjá hunda. Börnin okkar eru uppkomin og stunda nám í Reykjavík og því erum við hjónin bara tvö eftir.

Stundið þið veiði?
Já, við veiðum fisk. Héðan er mjög langt í næstu verslun þannig að ég bið gjarnan fólk sem er á leið í heimsókn að versla svolítið inn fyrir okkur. Þegar börnin koma í heimsókn sendi ég þau alltaf í Bónus. Við reynum að rækta allt okkar grænmeti sjálf og svo höfum við auðvitað lambakjötið. Hér er einnig nóg af sel og ég hef verið að verka hann. Ég kann ýmsar gamlar aðferðir við matargerð og get því verkað sel og reykt hann eða sett í salt. Selkjöt er ekki minn uppáhalds matur en það er ágætt inn á milli. Ég tek einnig grásleppu.

Úr hvaða hráefni finnst þér skemmtilegast að elda?
Uppáhaldið mitt er lambahryggurinn en mér finnst einnig gaman að prófa mig áfram með innmatinn. Ég nota mikið leirpott við eldamennskuna. Potturinn er búinn til af listakonu úr Stykkishólmi sem notar til þess leir frá mér. Ég sé henni fyrir hráefni og hún býr til skálar, bolla og annað fallegt handa okkur.

Eru bústörfin þitt eina starf?
Ég vann áður sem kjötmatsmaður og útskrifaðist sem leiðsögumaður í vor. Ég er dugleg að segja fólki frá sveitinni minni og nú er ferðamannastraumurinn sífellt að aukast. Sveitin mín er uppáhaldsstaðurinn minn á öllu landinu, svo er líka stutt héðan út í heim.

Ólst þú upp í þessu húsi?
Já, og það hefur ekkert breyst síðan þá. Hér er alltaf nóg að starfa, við höfum einnig hugsað okkur að fara alfarið út í lífræna ræktun. Fyrir stuttu kom hingað matsmaður til að taka okkur út, við gefum kindunum eingöngu hey að borða þannig að þær eru lífrænar nú þegar, það vantar aðeins stimpilinn. Matsmaðurinn hafði lítið til að setja út á og við ættum því að fá stimpilinn á næsta ári.

Ertu með heimalninga hjá þér?
Ég hef alveg sleppt því og set þá frekar út í eyjar með hinum lömbunum. Heimalningar eiga það til að verða frekir og leiðinlegir og skemma allt í kringum húsið. Á meðan á sauðburði stendur vökum við allan sólarhringinn í þrjár til fimm vikur. Það þarf að gæta að því að öll lömbin séu á spena. Í ár var kalt lengi vel og vatn, fraus þannig að við þurftum að smala öllu fénu aftur inn í hús. Það voru erfiðir dagar því kindurnar héldu auðvitað áfram að bera.

Hver eru áhugamál þín?
Fólkið og félagsstörfin í sveitinni, ég er meðal annars í sveitastjórn og finnst metnaðarmál að við stöndum saman og hjálpum hvort öðru í staðinn fyrir að vera hvert í sínu horninu. Við rífumst til dæmis mikið um smölun, um hunda, hesta og kindur. Ég er líka mikil flökkukind í eðli mínu og finnst gaman að ferðast.

Galdurinn í

hráefninu

Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni. Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr, nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.

Þegar þú borðar á Grillmarkaðnum geturðu því gengið að því vísu að hráefnið sé úrvalsgott og auk þess ú tbúið af natni og umhyggju, bæði fyrir náttúrunni, bragðlaukunum og hefðinni.

lömb alin á Hvönn,
Féð flutt út í eyjar

Viðtal við Höllu Sigríði Steinólfsdóttir og bænum Ytri-Fagradal

Halla Sigríður Steinólfsdóttir ræktar lömb á bænum Ytri-Fagradal ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Gíslasyni. Lömbin eru alin á hvönn yfir sumarmánuðina og skilar það sér í bragði kjötsins. Halla tekur virkan þátt í félagslífinu í sveitinni og situr meðal annars í sveitastjórn.

Hvers vegna alið þið lömbin á hvönn?
Við byrjuðum á þessu sumarið 2007 eftir að hafa rekist á rannsókn sem sýndi skilmerkilega fram á að fæða dýranna hefði mikil áhrif á bragð kjötsins. Það er talið nóg að ala lömb á hvönn í fjórar vikur til að ná fram bragðinu og það finnst greinilega á lambakjötinu okkar. Við flytjum féð út í eyjar um miðjan júlí þar sem þau dvelja í mánuð og lifa á hvönn, svo er þeim slátrað um haustið. Hvað gerist þegar dýrunum hefur verið slátrað?
Við leyfum skrokkunum að hanga lengur en venja er. Við höfum aðstöðu á Hvammstanga þar sem við verkum allt kjötið í samstarfi við kjötiðnaðarmann. Ég tek kjötið svo heim og pakka því.

Ertu uppalin hér á bænum?
Já, ég hef búið hér frá fæðingu en fluttist burt þegar ég var sextán og það liðu sjö ár þar til ég kom aftur. Hér er yndislegt að vera enda umhverfið fallegt. Auk sauðfjárins höldum við nokkrar hænur fyrir okkur sjálf og eigum þrjá hunda. Börnin okkar eru uppkomin og stunda nám í Reykjavík og því erum við hjónin bara tvö eftir.

Stundið þið veiði?
Já, við veiðum fisk. Héðan er mjög langt í næstu verslun þannig að ég bið gjarnan fólk sem er á leið í heimsókn að versla svolítið inn fyrir okkur. Þegar börnin koma í heimsókn sendi ég þau alltaf í Bónus. Við reynum að rækta allt okkar grænmeti sjálf og svo höfum við auðvitað lambakjötið. Hér er einnig nóg af sel og ég hef verið að verka hann. Ég kann ýmsar gamlar aðferðir við matargerð og get því verkað sel og reykt hann eða sett í salt. Selkjöt er ekki minn uppáhalds matur en það er ágætt inn á milli. Ég tek einnig grásleppu.

Úr hvaða hráefni finnst þér skemmtilegast að elda?
Uppáhaldið mitt er lambahryggurinn en mér finnst einnig gaman að prófa mig áfram með innmatinn. Ég nota mikið leirpott við eldamennskuna. Potturinn er búinn til af listakonu úr Stykkishólmi sem notar til þess leir frá mér. Ég sé henni fyrir hráefni og hún býr til skálar, bolla og annað fallegt handa okkur.

Eru bústörfin þitt eina starf?
Ég vann áður sem kjötmatsmaður og útskrifaðist sem leiðsögumaður í vor. Ég er dugleg að segja fólki frá sveitinni minni og nú er ferðamannastraumurinn sífellt að aukast. Sveitin mín er uppáhaldsstaðurinn minn á öllu landinu, svo er líka stutt héðan út í heim.

Ólst þú upp í þessu húsi?
Já, og það hefur ekkert breyst síðan þá. Hér er alltaf nóg að starfa, við höfum einnig hugsað okkur að fara alfarið út í lífræna ræktun. Fyrir stuttu kom hingað matsmaður til að taka okkur út, við gefum kindunum eingöngu hey að borða þannig að þær eru lífrænar nú þegar, það vantar aðeins stimpilinn. Matsmaðurinn hafði lítið til að setja út á og við ættum því að fá stimpilinn á næsta ári.

Ertu með heimalninga hjá þér?
Ég hef alveg sleppt því og set þá frekar út í eyjar með hinum lömbunum. Heimalningar eiga það til að verða frekir og leiðinlegir og skemma allt í kringum húsið. Á meðan á sauðburði stendur vökum við allan sólarhringinn í þrjár til fimm vikur. Það þarf að gæta að því að öll lömbin séu á spena. Í ár var kalt lengi vel og vatn, fraus þannig að við þurftum að smala öllu fénu aftur inn í hús. Það voru erfiðir dagar því kindurnar héldu auðvitað áfram að bera.

Hver eru áhugamál þín?
Fólkið og félagsstörfin í sveitinni, ég er meðal annars í sveitastjórn og finnst metnaðarmál að við stöndum saman og hjálpum hvort öðru í staðinn fyrir að vera hvert í sínu horninu. Við rífumst til dæmis mikið um smölun, um hunda, hesta og kindur. Ég er líka mikil flökkukind í eðli mínu og finnst gaman að ferðast.


Galdurinn í

hráefninu

Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni. Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr, nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.


Þegar þú borðar á Grillmarkaðnum geturðu því gengið að því vísu að hráefnið sé úrvalsgott og auk þess ú tbúið af natni og umhyggju, bæði fyrir náttúrunni, bragðlaukunum og hefðinni.


lömb alin á Hvönn,
Féð flutt út í eyjar

Viðtal við Höllu Sigríði Steinólfsdóttir og bænum Ytri-Fagradal


Halla Sigríður Steinólfsdóttir ræktar lömb á bænum Ytri-Fagradal ásamt eiginmanni sínum, Guðmundi Gíslasyni. Lömbin eru alin á hvönn yfir sumarmánuðina og skilar það sér í bragði kjötsins. Halla tekur virkan þátt í félagslífinu í sveitinni og situr meðal annars í sveitastjórn.


Hvers vegna alið þið lömbin á hvönn?
Við byrjuðum á þessu sumarið 2007 eftir að hafa rekist á rannsókn sem sýndi skilmerkilega fram á að fæða dýranna hefði mikil áhrif á bragð kjötsins. Það er talið nóg að ala lömb á hvönn í fjórar vikur til að ná fram bragðinu og það finnst greinilega á lambakjötinu okkar. Við flytjum féð út í eyjar um miðjan júlí þar sem þau dvelja í mánuð og lifa á hvönn, svo er þeim slátrað um haustið. Hvað gerist þegar dýrunum hefur verið slátrað?
Við leyfum skrokkunum að hanga lengur en venja er. Við höfum aðstöðu á Hvammstanga þar sem við verkum allt kjötið í samstarfi við kjötiðnaðarmann. Ég tek kjötið svo heim og pakka því.


Ertu uppalin hér á bænum?
Já, ég hef búið hér frá fæðingu en fluttist burt þegar ég var sextán og það liðu sjö ár þar til ég kom aftur. Hér er yndislegt að vera enda umhverfið fallegt. Auk sauðfjárins höldum við nokkrar hænur fyrir okkur sjálf og eigum þrjá hunda. Börnin okkar eru uppkomin og stunda nám í Reykjavík og því erum við hjónin bara tvö eftir.


Stundið þið veiði?
Já, við veiðum fisk. Héðan er mjög langt í næstu verslun þannig að ég bið gjarnan fólk sem er á leið í heimsókn að versla svolítið inn fyrir okkur. Þegar börnin koma í heimsókn sendi ég þau alltaf í Bónus. Við reynum að rækta allt okkar grænmeti sjálf og svo höfum við auðvitað lambakjötið. Hér er einnig nóg af sel og ég hef verið að verka hann. Ég kann ýmsar gamlar aðferðir við matargerð og get því verkað sel og reykt hann eða sett í salt. Selkjöt er ekki minn uppáhalds matur en það er ágætt inn á milli. Ég tek einnig grásleppu.


Úr hvaða hráefni finnst þér skemmtilegast að elda?
Uppáhaldið mitt er lambahryggurinn en mér finnst einnig gaman að prófa mig áfram með innmatinn. Ég nota mikið leirpott við eldamennskuna. Potturinn er búinn til af listakonu úr Stykkishólmi sem notar til þess leir frá mér. Ég sé henni fyrir hráefni og hún býr til skálar, bolla og annað fallegt handa okkur.


Eru bústörfin þitt eina starf?
Ég vann áður sem kjötmatsmaður og útskrifaðist sem leiðsögumaður í vor. Ég er dugleg að segja fólki frá sveitinni minni og nú er ferðamannastraumurinn sífellt að aukast. Sveitin mín er uppáhaldsstaðurinn minn á öllu landinu, svo er líka stutt héðan út í heim.


Ólst þú upp í þessu húsi?
Já, og það hefur ekkert breyst síðan þá. Hér er alltaf nóg að starfa, við höfum einnig hugsað okkur að fara alfarið út í lífræna ræktun. Fyrir stuttu kom hingað matsmaður til að taka okkur út, við gefum kindunum eingöngu hey að borða þannig að þær eru lífrænar nú þegar, það vantar aðeins stimpilinn. Matsmaðurinn hafði lítið til að setja út á og við ættum því að fá stimpilinn á næsta ári.


Ertu með heimalninga hjá þér?
Ég hef alveg sleppt því og set þá frekar út í eyjar með hinum lömbunum. Heimalningar eiga það til að verða frekir og leiðinlegir og skemma allt í kringum húsið. Á meðan á sauðburði stendur vökum við allan sólarhringinn í þrjár til fimm vikur. Það þarf að gæta að því að öll lömbin séu á spena. Í ár var kalt lengi vel og vatn, fraus þannig að við þurftum að smala öllu fénu aftur inn í hús. Það voru erfiðir dagar því kindurnar héldu auðvitað áfram að bera.


Hver eru áhugamál þín?
Fólkið og félagsstörfin í sveitinni, ég er meðal annars í sveitastjórn og finnst metnaðarmál að við stöndum saman og hjálpum hvort öðru í staðinn fyrir að vera hvert í sínu horninu. Við rífumst til dæmis mikið um smölun, um hunda, hesta og kindur. Ég er líka mikil flökkukind í eðli mínu og finnst gaman að ferðast.

Share by: